REI ...séð út um gluggann minn!

 Hver á REI?....jú sjáið til stjórn Reykjavík Energy (Orkuveitu Reykjavíkur) ákvað að taka hluta af fjármagni sínu og stofna útrásar apparat sem fékk nafnið Reykjavik Energy Invest (Orkuveita Reykjavíkur Fjárfesting),stjórnendum í OR fannst tilvalið að ná sér í eitthvað af þessum fjármunum sem til eru í OR fyrir lítið, falið í hlutabréfum, af hjartagæsku var ákveðið að bjóða starfsfólki að kaupa  hlutabréf í þessu apparati, en ekki fyrr en Bjarna Ármannsyni var boðinn þátttaka, svona til að láta hlutina líta betur út, ekki vantaði nú áhugann, allir ólmir í að kaupa, sennilega hefði plottið heppnast ef stjórnarandstöðunni hefði verið boðin hluti af kökunni, en nei, ekki var því að skipta, þess vegna fór alt í bál og brand.

Ég held hreinlega að þetta ævintýri hafi blossað upp eftir að Geysir Green var stofnað og peninga maskínan fór í gang, og hefur senlega vakið afbrýðisemi hjá einhverjum innan OR!

Við eigum ekki að láta einhverja stjórnarmenn leika sér að eignum okkar.  því þegar öllu er á botninn hvolft á Reykjavíkurborg Orkuveitu Reykjavíkur ásamt nokkrum nágrannasveitafélögum ekki stjórnarmenn eða borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar, ég get ekki séð að neinu af þessu fólki sé treystandi fyrir eignum borgarinnar, losum okkur við alla pólitík út úr borgarfyrirtækjum, og ráðum ópólitískt fólk til starfans, ef það stendur sig ekki er það einfaldlega rekið........þú rekur ekki svo glatt pólitíkus...því miður.

þetta er kannski bara ein afbrýðisemi allt saman og kannski er þetta allt misskilningur í mér!!

Undarlegar hugsanir sem glugginn sýndi mér í dag, hvað ætli þar verði á morgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Út um gluggann minn!

Höfundur

AlliRagg
AlliRagg
Er staðnaður afturhalds seggur  er argasta íhald og þjóðernissinni  
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Mynd018
  • gluggin í morgun
  • út um gluggann minn1 7 feb lítil.jp
  • út um gluggan lítil
  • Mynd014

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband